Efri ljósmyndin er af teikningu Guðjóns Samúlessonar, neðri af teikningu Brodda Helgasonar.
Húsnæðismál grein tvö.
Húsnæðismál Jóhannesar Kjarvals og hluverk Listasafns Íslands.
Fyrir nærri tveimur árum skrifaði ég grein um húsnæðismál afa míns en fékk hana ekki birta. Nýlega komst ég yfir skjöl úr menntamálaráðuneytinu og þess vegna grein númer tvö um sama mál. Fyrri greinina má nálgast á vefsíðunni hér.
2. mars 1945 á 60 ára afmælis Kjarvals samþykkti Alþingi að leggja 300.000 kr. til byggingar húss handa honum. Samkvæm skjölum úr menntamálaráðuneytinu var strax talið 1945 að málið væri komið í óefni og orðin opinber skömm, búið að hjálpa öðrum listamönnum og Kjarval hreinlega á vergangi. Kjarval hafðist við í lítilli kompu undir risi í Austurstrætinu, afi á þeim tíma talinn virtasti listamaður þjóðarinnar og þekktasti Íslendingurinn erlendis.
Nefnd var skipuð, í henni Sigurður Guðmundsson húsameistari, Kristján Jónsson kaupmaður og Valgeir Björnsson hafnarstjóri. Húsameistari Ríkisins Guðjón Samúelsson var einnig til ráða. En án þess að ráðgast við nefndina fól fjármálaráðuneytið Guðjóni Samúelssyni að byggja húsið.
.
Húsnæðismál grein tvö.
Húsnæðismál Jóhannesar Kjarvals og hluverk Listasafns Íslands.
Fyrir nærri tveimur árum skrifaði ég grein um húsnæðismál afa míns en fékk hana ekki birta. Nýlega komst ég yfir skjöl úr menntamálaráðuneytinu og þess vegna grein númer tvö um sama mál. Fyrri greinina má nálgast á vefsíðunni hér.
2. mars 1945 á 60 ára afmælis Kjarvals samþykkti Alþingi að leggja 300.000 kr. til byggingar húss handa honum. Samkvæm skjölum úr menntamálaráðuneytinu var strax talið 1945 að málið væri komið í óefni og orðin opinber skömm, búið að hjálpa öðrum listamönnum og Kjarval hreinlega á vergangi. Kjarval hafðist við í lítilli kompu undir risi í Austurstrætinu, afi á þeim tíma talinn virtasti listamaður þjóðarinnar og þekktasti Íslendingurinn erlendis.
Nefnd var skipuð, í henni Sigurður Guðmundsson húsameistari, Kristján Jónsson kaupmaður og Valgeir Björnsson hafnarstjóri. Húsameistari Ríkisins Guðjón Samúelsson var einnig til ráða. En án þess að ráðgast við nefndina fól fjármálaráðuneytið Guðjóni Samúelssyni að byggja húsið.
Nefndin sagði af sér og menntamálaráðuneytið lýsti yfir að fjármálaráðuneytið hefði tekið að sér bygginguna, eða orðrétt: "og mun þetta ráðuneyti eigi hafa frekari afskipti af málinu."
Guðjón Samúelsson gerði teikningar sem enn eru til en síðan ekki meir. Ekkert varð úr framkvæmdum og afi enn á hrakhólum.
Það undarlega við það hús eins og sést, að það er ekki íbúðarhús heldur safn, inngangur og tveir salir, í annan skrifað "vinnustofa, má nota sem sýningarsal".
Í hinn er skrifað "íbúð" þó engin sé íbúðin, þar stendur einnig "má nota sem sýningarsal". Guðjón hafði teiknað safnhús en ekki vistarverur, meira um það seinna.
Þarna opinberast áráttan sem síðan brýst út í átök á milli Kjarvals og þeirra sem vildu ná myndum hans og gera eign þjóðarinnar. 15. júlí 1954 skrifar faðir minn, sonur Kjarvals bréf til bæjarráðs Reykjavíkur og falast eftir lóð í Laugarásnum.
Þar segir meðal annars: "Í framhaldi að fyrri umsókn minni um byggingarlóð, sem háttvirt bæjarráð gat ekki veitt mér, vil ég leyfa mér að fara þess nú á leit, að háttvirt bæjarráð athugi enn á ný, hvort það geti ekki fallist á að veita mér byggingarlóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti."
Síðan segir: "Gestur Þorgrímsson, vinur minn, en við óskuðum upphaflega að fá samliggjandi lóðir, hefur heitið mér því fyrir sitt leyti að láta eftir af sinni lóð (nr.27) aðkeyrslugang að hinni umbeðnu lóð ef hún fengist. Það er ásetningur minn að koma upp, í sambandi við mitt eigið hús, íbúð og boðlegri vinnustofu fyrir föður minn Jóhannes Kjarval málara. Það er mörgum kunnugt, að hann er algerlega frábitinn öllu umstangi um sína eigin hagi og mundi aldrei standa sjálfur í umsóknum sem þessum. Hinsvegar er hann með í ráðum um þetta og hefur heitið okkur hjónum fjárhagshjálp til að koma upp húsi yfir okkur, ef þessar ráðagerðir ganga fram. Faðir minn hefur í þessu sambandi fest hug sinn svo algerlega við þetta svæði í Laugarásnum, að ég tel mér óhætt að fullyrða að hann yrði því allshugarfeginn, ef þessu mætti verða framgengt, sérstaklega ef þetta mætti ganga greiðlega og árekstrarlaust, en hann er maður ákaflega viðkvæmur í öllum slíkum efnum og vandgert til hæfis að því leyti. - Ég leyfi mér að benda á það, að ég og börn okkar hjónanna eru þeir einu nánu ætt menn, sem faðir minn á hér á landi.. Þessi mikilsmetni maður, sem þjóðin og valdsmenn hennar lofa og vegsama opinberlega, hann tekur nú að eldast og á raunar ekkert athvarf, hvorki eiginlegt heimili, enn síður vinnustofu, sem nokkuð nálgist það, að vera slíkum manni samboðið. Ég hef ríka ástæðu til að ætla að hann mundi nú þýðast vel þær ráðstafanir, sem hér ræðir um."
Faðir minn fékk ekki lóðina og mér sýnist þó ég eigi erfitt með að sjá hvernig landið liggur í Laugarásnum að Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hafi fengið þá lóð, má vera næstu við.Ég veit að föður mínum sárnaði gífurlega, það ástæðan að hann varðveitti þetta bréf með örfáum skjölum sem skiptu hann máli og ég fann hjá móður minni.
Ég hef lengi velt fyrir mér hversvegna faðir minn fékk ekki lóðina, hefði mátt ætla að yfirvöld hefðu gert allt í þeirra valdi að bjarga þessum opinberu vandræðum sem húsnæðismál afa voru orðin og höfðu verið í áraratugi, Kjarval húsnæðislaus málandi í íþróttarsal sem hann fékk lánaðan á sumrum hjá vini sínum Jóni Þorsteinssyni.
Eftir að hafa séð skjölin frá menntamálaráðuneytinu er ég ekki í neinum vafa hversvegna. Valdamenn vildu ekki að samband feðganna yrði nánara, þeir vildu ekki að ævistarf Kjarvals færi til barna hans, hann væri eign þjóðarinnar og myndirnar þar með líka og börnin talin útlensk (þó faðir minn hefði íslenskan ríkisborgarrétt).
Ég tel að þetta komi ítrekað fram í athöfnum manna sem voru nálægt Kjarval seinustu árin, að þeir hafi verið gripnir einhverri "ættjarðargeðveikisgræðgi" sem kom fram í því að reyna að ná lífsstarfi Kjarvals af honum.
Lítið virðist síðan gerast í húsnæðismálum afa svo ég viti fyrr en í maímánuði 1957, samkvæmt skýrslu nefndar skipaðri af menntamálaráðuneytinu 7. mars 1958: "til þess að sjá um undirbúning og framkvæmd byggingar húss í Reykjavík, er Jóhannesi Sveinssyni Kjarval yrði boðið að búa og starfa í og miðað við að þar yrði komið upp til varðveizlu og sýnis safni af málverkum eftir hann.".
Í nefndinni áttu sæti Guðbrandur Magnússon fyrrv. Forstjóri Áfengisverslunar ríkisins, formaður Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, Sigtryggur Klemensson ráðuneytisstjóri, Helgi Sæmundsson formaður menntamálaráðs og Hörður Bjarnason húsameistari.
Í skýrslu nefndarinnar segir: "að menntamálaráðherra í samtali við Kjarval segir að hann vilji endurvekja "húsbyggingarmálið" sem Kjarval virtist hafa tekið jákvætt og höfðu menntamálaráðherra og Kjarval fleiri samtöl um það".
Annað hús er teiknað af húsameistara ríkisins Herði Bjarnasyni. Aftur virðist húsið verða að safni en ekki mannabústað. Þó gert ráð fyrir íbúð í kjallaranum eða jarðhæðinni sem helst líkist fangelsi utan frá séð, tveir gríðarsalir á efri hæðinni með virðulegum inngangi af Eiríksgötunni og fatahengi í stórri forstofu. Íbúðin með gluggum út að Mímisvegi þannig að afi hefði orðið sýnisgripur vegfaranda, gluggarnir í götunni.
En nú kom babb í bátinn, meistarinn ekki ánægður. Úr skýrslunni: "kom þá þegar í ljós í samtali við ráðherra t.d. 27. nóvember þar sem Birgir Thorlacíus var viðstaddur, að listamanninum var allþungt í skapi vegna þess hvernig tekist hafði til þegar byggja átti hús fyrir hann á ríkisins kostnað í sambandi við sextugsafmæli hans."
Og síðar í sömu skýrslu:" En þegar svo var komið að allt var tilbúið til að hefja byggingarframkvæmdir, teikning gerð, lóðin tilbúin, fjárfestingarleyfi fengið og peningar fyrir hendi, þá kom í ljós, að Jóhannes Sv. Kjarval var ekki við því búinn að samþykkja fyrir sitt leyti að umrætt hús yrði byggt handa sér. Einstakir nefndarmenn svo sem Guðbrandur Magnússon og Birgir Thorlacíus hafa átt mörg viðtöl við Kjarval um þetta mál og einnig hefur menntamálaráðherra rætt við hann. Af viðtölum þessum hefur greinilega komið í ljós, að Kjarval er þungt í skapi vegna þess að húsbyggingamálið skyldi ekki komast í framkvæmd um sextugsafmæli hans árið 1945 svo sem til var ætlast á sínum tíma.Þegar Mál þetta hefur verið rætt við hann, hefur það að lokum jafnan komið í ljós, að hann telur sig nú um of við aldur til að þiggja slíkan bústað og vinnustað , þar sem honum virðist að hann myndi jafnframt þurfa að hafa þarna til sýnis nokkurt safn af listaverkum eftir sig, en hann mun sjálfur eiga fremur lítið af myndum sínum og mun því telja um seinan fyrir sig að koma upp safni málverka sinna í húsinu."
Þarna kemur vel fram afstaða Kjarvals og þeirra sem vildu byggja honum húsið, togstreitan um tilgang þess, átti í raun að setja afa á safn í lifanda lífi og þegar hann félli frá yrði æviverk hans eign þjóðarinnar vegna þess að þjóðin átti auðvitað meistarann.
Skýrslan heldur áfram: "Húsbyggingarmálið hefur aldrei verið rætt við Kjarval á örðum grundvelli en þeim, að ríkið óskaði eftir að mega byggja handa honum þetta hús og afhenda honum það kvaðalaust með öllu, til þess að skapa honum betri vinnuskilyrði."
Seinna í skýrslunni segir: "En kjarni málsins virðist greinilega vera sá, að hann er andvígur húsbyggingu handa sér, hvort sem liggur til þess þær ástæður, sem drepið hefur verið á hér að framan, eða einhverjar aðrar. Þess skal getið að samstarf nefndarinnar við Kjarval hefur jafnan verið hið alúðlegasta,...."
Í gögnum úr menntamálaráðuneytinu er frásögn undirrituð af Björn Th. 11. ágúst 1958. Í frásögninni segir meðal annars: "En þegar við höfðum dvalist um stund meðal málverka hans í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, segir Kjarval allt í einu, að hann sé búinn að missa allan áhuga á þessu húsmáli. Það sé of seint á ferðinni, hann hafi verið svikinn um það fyrir sextugsafmæli sitt, - og nú væri allt um seinan. Þetta sagði hann af miklum þunga og gremju, - en iðraðist sýnilega eftir að hafa látið þetta uppi og bað mig að láta það vera okkar í milli." Og seinna:" -Einnig ræddi hann margt um, að reisa þyrfti hús,- helst álmur út frá sínu húsi,- fyrir erlend listaverk, sem væru á hrakningum um heiminn. Sínu húsi lægi ekkert á , - en það þyrfti að byggja þessar álmur á jöðrum lóðarinnar,- ætla sínu húsi rúm á miðri lóðinni, en það lægi ekkert á að byggja það. Hann væri orðinn of gamall, engar líkur til þess að hann gæti flutt í slíkt hús."
Í frásögn nefndar sem í voru Selma Jónsdóttir Ásmundur Sveinsson, Gunnlaugur Scheving , Þorvaldur Skúlason og Dr. Gunnlaugur Þórðarson undirskrifuð 14. maí 1965 segir meðal annars:"Þegar sýnt var að Kjarval kærði sig raunverulega ekki um að Kjarvalshús yrði byggt. Munu ástæður Kjarvals hafa verið þær, þótt hann segði það aldrei, að honum hafi fundist hann mundi þurfa að láta svo og svo margar myndir í Kjarvalshúsið og miklu fleiri en hann hefði þá haft tök á."
Endirinn á byggingu þessa húss er bréf afa til Gylfa Þ.Gíslasonar 5. apríl 1959:
Listasafn íslenska ríkisins.Þeir peningar eða fjárupphæð, sem íslenska ríkið hefur ánafnað í Kjarvalshús, finnst mér æskilegt að gangi sem stofnfé í byggingarsjóð málverkalistasafns íslenska ríkisins
Virðing og umhyggja Jóh. Sv. Kjarval.
Það fór síðan eftir. Ríkistjórnin lagði fram frumvarp til laga um byggingarsjóð Listasafns Íslands, þar sem lagt var til að orðið yrði við ósk Jóhannesar Sv. Kjarval, að fé það sem ætlað var til byggingar Kjarvalshúss, rynni sem stofnfé í byggingarsjóð Listasafns Íslands. Frumvarpið var samþykkt óbreytt og staðfest sem lög 13. maí 1959 (nr. 41).
Samkvæmt framanverðu var það Jóhannesar Kjarval sem lagði fram stofnfjármagn til Listasafns Íslands, sérstaklega tekið fram í frumvarpinu sem var samþykkt.
Í bréfi sínu til menntamálaráðherra segir afi orðrétt: "byggingarsjóð málverkalistasafns íslenska ríkisins." Þess vegna hlýtur það að teljast brot á þeim lögum og óskum Kjarvals að Listasafn Íslands sé notað í annað en til sýninga á málverkum. Hér vil ég taka fram að afi gaf seinna aftur stórfé til listasafns Íslands og tvisvar til Myndlistahúss við Miklatún.
Byggingarmálin liggja síðan niðri í nokkur ár. Afi hafði komist í vinnustofu í Sigtúni 7 sem var rishæð í blikksmiðju Breiðfjörðs. Ég man að afi kvartaði sáran yfir kulda þar þegar við feðgar vorum í heimsókn, líklega í kringum 1964 um vetur og afi í öngum sínum. Hann sýndi okkur að það voru engir ofnar heldur rör sem lágu með útveggjum og áttu að gefa af sér hita ef ég man rétt. Hvort húsnæðið var einangrað veit ég ekki, en skilst að hitinn hafi verið tekin af á kvöldin þegar vinnu var hætt í blikksmiðjunni.
Þá var afi farinn að horast alvarlega og klæddi sig í föt hvert yfir annað samkvæmt frásögn annarra. Það er sorglegt til þess að hugsa að virtasti listamaður Íslands hafi sárþjáðst af kulda í hitaveituborginni Reykjavík sín seinustu ár.
Til er bréf Geirs Hallgrímssonar til hitaveitustjóra Reykjavíkur 13. marz 1968: "Athygli mín hefur verið vakin á því, að Kjarval á ógreiddan 30 þús. kr. reikning hjá hitaveitunni vegna upphitunar í Sigtúni. Ég vildi biðja ykkur að sjá til þess að ekki yrði lokað fyrir hitann hjá Kjarval og athuga, hvort hitalögnin sé í lagi og hafa samráð við Alfreð Guðmundsson hjá borgarendurskoðanda sem hefur verið Kjarval innan handar í ýmsum tilvikum. Alfreð kveðst muni reyna að sjá um, að þetta endurtaki sig ekki."
Í vörn Kristbjargar Stephensen hdl. fyrir hönd Reykjavíkurborgar segir að að Alfreð Guðmundsson hefði verið vinur Kjarvals. Að mínu áliti sýnir þetta bréf annað og dekkra hlutverk Alfreðs, en meira um það annars staðar.
Hér eru hrakningar afa á enda og þrekið búið, hann tekur sér herbergi á Hótel Borg, eða eins og haft er eftir Geir Hallgrímssyni í minnisblaði Davíðs Oddssonar haustið 1982: "Ákvað þá Geir í samráði borgarráðsmenn að leigja handa honum herbergi á Hótel Borg, og þar bjó hann um allangt skeið á borgarinnar kostnað."
Einnig segir í vörn Kristbjargar: "Veturinn 1965/1966 flutti Kjarval á Hótel borg og bjó þar síðustu æviárin á kostnað Reykjavíkurborgar eða allt þar til hann lagðist á sjúkrahús í janúar 1969."
Einnig segir: "Að auki hafði Reykjavíkurborg sýnt í verki hlýhug sinn í garð listamannsins m.a. með því að leggja sitt af mörkum til þess að vel færi um Kjarval síðustu ár hans og því greitt kostnað og dvöl hans á Hótel borg.Væntanlega sá Kjarval fyrir að börn hans hefðu ekki bolmagn til að búa nægilega vel að gjöfinni og uppfylla þær kvaðir sem slíkri eign fylgja og lúta að dýru sýningar-og geymsluhúsnæði, forvörslu, skráningu og söfnun."
Samkvæmt þessu var þetta ástæða til að taka eigur Kjarvals. Taka ber fram að Kjarval var svo sannarlega borgunarmaður fyrir sínu og fámuna nánasarsemi að gera þetta ítrekað að atriði í gegnum árin og síðan í vörn Reykjavíkurborgar.
Þá kemur að Kjarvalshúsi sem var byggt við Sæbraut 1. á Seltjarnarnesi, valdaníðslur tengdar því ástæða þess að foreldrar mínir flúðu endanlega land, en þau fluttu búferlum til Danmerkur um 1970.
Í skýrslu eða frásögn úr menntamálaráðuneytinu undirskrifuð 7. mars 1972 segir:"Snemma á árinu 1965 hreyfði Ragnar Jónsson forstjóri í Smára þeirri hugmynd, að byggja Kjarvalshús og höfðu þeir Ragnar Jónsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, dr. Jóhannes Nordal og Pétur Benediktsson rætt um að byggja hús fyrir 1.5 milljónir króna fyrir Kjarval...".
Þetta er hreinlega ósatt og fölsun sem kemur aftur að þeirri ásökun minni að yfirvöld hafi skipulega gengið í að halda þeim feðgum í sundur, að það hafi frá byrjun verið ætlun valdsmanna að ná ævistarfi Kjarvals frá honum og níðast á fjölskyldu minni. Aðkoma Gylfa Þ. Gíslasonar og Jóhannesar Nordal og seinna Geirs Hallgrímssonar afdráttarlaus, þeir höfðu í mínum huga ákveðið að listaverk Kjarvals yrðu að komast undir stjórnvöld og mættu ekki fara til erfingja. Ég tel að þessi skjöl úr menntamálaráðuneytinu sanni það og undarleg hegðun þessara manna gangvart föður mínum hafi enga aðra skýringu, að þetta hafi verið samsæri, gangandi í áraraðir.
Í öllum þeim skjölum og gögnum um Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi úr menntamálaráðuneytinu er nafn föður míns hvergi nefnt, virðist skipulega þurrkað út. Aðeins á einum stað kemur fram að lóðin sé næst húsi Sveins Kjarvals sem var auðvitað ástæðan að húsið var upphaflega byggt þar að áeggjan föður míns.
Byrjunin að sögn móður minnar að hún sat yfir föður sínum Helga Hjörvar sem lá banaleguna á Landakoti. Hún gerði sér ljóst að eitthvað varð að gera vegna tengdapabba og það fljótt, að byggja yrði hús þar sem hann gæti eitt síðustu dögum sínum í ró.
Mamma taldi að sjórinn myndi hafa róandi áhrif á hann. Hún ræddi þetta við eiginmann sinn og pabbi dró upp teikningar af einföldu timburhúsi sem hægt væri að byggja í hasti í stíl við veiðihús sem faðir minn hafði hannað í Hrútafirðinum og er ennþá til.
Faðir minn segir þannig frá á blaðamannafundi sem er til á bandi frá árinu 1975, byrjunin týnd en ætti að vera til hjá Ríkisútvarpinu, þetta orðrétt eins og hann talaði: "Menntamálaráðherra (Gylfi Þ.Gíslason) tekur að sér málið, fer rakleitt til föður míns, og tilkynnir honum, nú ætlum við að byggja hús handa þér. Hann sagði mér þetta sjálfur, hann var mikið hissa, en ég vildi ekki, eins og oft áður ekki gera neitt veður út af þessu til þess ekki að stugga við hann. En Húsameistari Ríkisins og viðkomandi sem var settur í að teikna tilhafði stöðugt samband við mig af því að frumhugsunin hugmyndin var mín."
Ég veit að faðir minn hannaði hús og fór með teikingarnar til Gylfa. Þ.Gíslasonar, man eftir að hafa séð þær sem unglingur, fyrir utan að til er dagbókarfærsla mágs míns, enda er húsið í stíl veiðihússins sem pabbi hannaði.
Ég hef spurt fyrir um þessar teikingar bæði í menntamálaráðuneytinu og Seðlabankanum en þær ekki til, annað hvort verið eyðilagaðar eða vel faldar. Þegar ég spurði Þorvald S. Þorvaldsson arkitekt sem hannaði endanlega húsið, neitaði hann að hafa stuðst við teikningar föður míns. Seðlabankinn fjármagnaði húsið með sektarfé sem safnast hafði upp og eignarhaldið á því í vafa.
Faðir minn var síðan fenginn líklega af húsameistara til að hanna innréttingar í húsið.Þegar húsið var búið var farið með afa þá háaldraðan (hann fór á sjúkrahús þann vetur), en föður mínum ekki sagt frá. Pabbi komst að því vegna þess að hann var heima.
Móðir mín segir að faðir minn hafi lagst upp í rúm og dregið sig saman í hnút. eða í hans eigin orðum alveg eins og hann sagði þau: "Einn dag sé ég heljamikla bílahersingu svarta bíla og fjöldi manna sem eru að koma þarna. Og ég auðvitað gat ekki annað en athugað það en ég vildi ekki trufla neinum. Ég fór þá eins og oftar niður í eftirmiðdagskaffi niður í Hótel Borg, og þá eru þeir búnir að drekka kaffi við þessa athöfn sem hafði farið fram sem ég ekki vissi um. Og faðir minn segir, ja má ég ekki kynna þér fyrir menn sem hafa verið að afhenda lykil af húsið. Það hafði verið smá spil milli ég eins og eðlilegt var. Þá bað húsameistara og arkitektinn mig um að teikna innréttingar í húsið það mitt fag, ég hafði stundað í gegnum mörg ár, með sjálfstæða teiknistofu. Og ég þekkti nú Menntamálaráðherra, en Seðlabankastjóri og ég við höfðum aldrei hist og aldrei kynnst, og það átti að presentera mig fyrir hann. Vegna þess að það gerðist sá hlut af því að mínar teikningar voru lagðir fram á byggingarnefndarfundi. Þá sagði Seðlabankastjóri, hvernig stendur á því að þú kemur með teikningar frá manni úti bæ. Það sagði arkitekt hússins, og hann var auðvitað í stökustu vandræðum. Þetta er Sveinn Kjarval sonur Jóhannesar, og ekki nema eðlilegt, ja ég tek ekki við neinar teikningar nema því aðeins að þær eru undirskrifaðar af þig. Arkitektinn sneri sér til mín og spurði, hvað á ég að gera Sveinn? Blessaður sagði ég, skrifaðu undir fyrir alla lifandi muni, við skulum ekki gera neitt veður útaf þessu. Það var gert. En þegar ég var kynntur fyrir Seðlabankastjóra þá sagði ég, ja mitt nafn er Sveinn Kjarval, maðurinn útí bæ sem teiknar."
Þessi valdaníðsla er með fádæmum, þessu fólki fannst ekkert mál að stela hugmynd föður míns að þessu húsi og færa yfir á annan arkitekt. Ég segi þetta, hvergi í heiminum annars staðar hefðu menn komist upp með þetta án þess að missa æruna.Faðir minn brotnaði upp úr þessu og fór til systur sinnar í Danmörku í nokkra mánuði.
Á meðan hann var hjá systur sinni var gengið í að tæma vinnustofu afa, tveimur mánuðum áðru en afi fór á sjúkrahsús þar sem hann lést nokkrum árum síðar, hlutirnir fluttir í Borgarskjalasafn undir stjórn Geirs Hallgrímssonar þáverandi borgarstjóra.
Afstaða yfirvalda kemur kannski best fram í vörn Kristbjargar fyrir hönd Reykjavíkurborgar: "Hafa ber í huga að gjöf Kjarvals er feiki umfangsmikil, telur þúsundir muna, og samanstendur m.a. af viðkvæmum hlutum sem þarf að varðveita við sérstök skilyrði auk þess sem safnið í heild er ómetanlegt. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hafa yfir að ráða aðstöðu til að til að varðveita munina en slíkt safn verður ekki geymt í hvaða húsnæði sem er. Ætla verður stefnanda að vilja varðveita á forsvaranlegan hátt þessar þjóðargersemar, sem a.m.k. að hluta falla undir lög nr. 105/2001 um flutning menningarvermæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, en annar fyrirsvarsmaður stefnanda, Mette Stiil, er búsett í Danmörku."
Hvergi nema í fasistaríki er hægt að nota þetta sem rök hins opinbera fyrir því að ræna þegna sína. Kristbjörg getur verið stolt, ég gæti ekki sagt betur og skýrar hversvegna ráðamenn stóðu að þessu samsæri.
Ingimundur Kjarval
Guðjón Samúelsson gerði teikningar sem enn eru til en síðan ekki meir. Ekkert varð úr framkvæmdum og afi enn á hrakhólum.
Það undarlega við það hús eins og sést, að það er ekki íbúðarhús heldur safn, inngangur og tveir salir, í annan skrifað "vinnustofa, má nota sem sýningarsal".
Í hinn er skrifað "íbúð" þó engin sé íbúðin, þar stendur einnig "má nota sem sýningarsal". Guðjón hafði teiknað safnhús en ekki vistarverur, meira um það seinna.
Þarna opinberast áráttan sem síðan brýst út í átök á milli Kjarvals og þeirra sem vildu ná myndum hans og gera eign þjóðarinnar. 15. júlí 1954 skrifar faðir minn, sonur Kjarvals bréf til bæjarráðs Reykjavíkur og falast eftir lóð í Laugarásnum.
Þar segir meðal annars: "Í framhaldi að fyrri umsókn minni um byggingarlóð, sem háttvirt bæjarráð gat ekki veitt mér, vil ég leyfa mér að fara þess nú á leit, að háttvirt bæjarráð athugi enn á ný, hvort það geti ekki fallist á að veita mér byggingarlóð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti."
Síðan segir: "Gestur Þorgrímsson, vinur minn, en við óskuðum upphaflega að fá samliggjandi lóðir, hefur heitið mér því fyrir sitt leyti að láta eftir af sinni lóð (nr.27) aðkeyrslugang að hinni umbeðnu lóð ef hún fengist. Það er ásetningur minn að koma upp, í sambandi við mitt eigið hús, íbúð og boðlegri vinnustofu fyrir föður minn Jóhannes Kjarval málara. Það er mörgum kunnugt, að hann er algerlega frábitinn öllu umstangi um sína eigin hagi og mundi aldrei standa sjálfur í umsóknum sem þessum. Hinsvegar er hann með í ráðum um þetta og hefur heitið okkur hjónum fjárhagshjálp til að koma upp húsi yfir okkur, ef þessar ráðagerðir ganga fram. Faðir minn hefur í þessu sambandi fest hug sinn svo algerlega við þetta svæði í Laugarásnum, að ég tel mér óhætt að fullyrða að hann yrði því allshugarfeginn, ef þessu mætti verða framgengt, sérstaklega ef þetta mætti ganga greiðlega og árekstrarlaust, en hann er maður ákaflega viðkvæmur í öllum slíkum efnum og vandgert til hæfis að því leyti. - Ég leyfi mér að benda á það, að ég og börn okkar hjónanna eru þeir einu nánu ætt menn, sem faðir minn á hér á landi.. Þessi mikilsmetni maður, sem þjóðin og valdsmenn hennar lofa og vegsama opinberlega, hann tekur nú að eldast og á raunar ekkert athvarf, hvorki eiginlegt heimili, enn síður vinnustofu, sem nokkuð nálgist það, að vera slíkum manni samboðið. Ég hef ríka ástæðu til að ætla að hann mundi nú þýðast vel þær ráðstafanir, sem hér ræðir um."
Faðir minn fékk ekki lóðina og mér sýnist þó ég eigi erfitt með að sjá hvernig landið liggur í Laugarásnum að Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hafi fengið þá lóð, má vera næstu við.Ég veit að föður mínum sárnaði gífurlega, það ástæðan að hann varðveitti þetta bréf með örfáum skjölum sem skiptu hann máli og ég fann hjá móður minni.
Ég hef lengi velt fyrir mér hversvegna faðir minn fékk ekki lóðina, hefði mátt ætla að yfirvöld hefðu gert allt í þeirra valdi að bjarga þessum opinberu vandræðum sem húsnæðismál afa voru orðin og höfðu verið í áraratugi, Kjarval húsnæðislaus málandi í íþróttarsal sem hann fékk lánaðan á sumrum hjá vini sínum Jóni Þorsteinssyni.
Eftir að hafa séð skjölin frá menntamálaráðuneytinu er ég ekki í neinum vafa hversvegna. Valdamenn vildu ekki að samband feðganna yrði nánara, þeir vildu ekki að ævistarf Kjarvals færi til barna hans, hann væri eign þjóðarinnar og myndirnar þar með líka og börnin talin útlensk (þó faðir minn hefði íslenskan ríkisborgarrétt).
Ég tel að þetta komi ítrekað fram í athöfnum manna sem voru nálægt Kjarval seinustu árin, að þeir hafi verið gripnir einhverri "ættjarðargeðveikisgræðgi" sem kom fram í því að reyna að ná lífsstarfi Kjarvals af honum.
Lítið virðist síðan gerast í húsnæðismálum afa svo ég viti fyrr en í maímánuði 1957, samkvæmt skýrslu nefndar skipaðri af menntamálaráðuneytinu 7. mars 1958: "til þess að sjá um undirbúning og framkvæmd byggingar húss í Reykjavík, er Jóhannesi Sveinssyni Kjarval yrði boðið að búa og starfa í og miðað við að þar yrði komið upp til varðveizlu og sýnis safni af málverkum eftir hann.".
Í nefndinni áttu sæti Guðbrandur Magnússon fyrrv. Forstjóri Áfengisverslunar ríkisins, formaður Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, Sigtryggur Klemensson ráðuneytisstjóri, Helgi Sæmundsson formaður menntamálaráðs og Hörður Bjarnason húsameistari.
Í skýrslu nefndarinnar segir: "að menntamálaráðherra í samtali við Kjarval segir að hann vilji endurvekja "húsbyggingarmálið" sem Kjarval virtist hafa tekið jákvætt og höfðu menntamálaráðherra og Kjarval fleiri samtöl um það".
Annað hús er teiknað af húsameistara ríkisins Herði Bjarnasyni. Aftur virðist húsið verða að safni en ekki mannabústað. Þó gert ráð fyrir íbúð í kjallaranum eða jarðhæðinni sem helst líkist fangelsi utan frá séð, tveir gríðarsalir á efri hæðinni með virðulegum inngangi af Eiríksgötunni og fatahengi í stórri forstofu. Íbúðin með gluggum út að Mímisvegi þannig að afi hefði orðið sýnisgripur vegfaranda, gluggarnir í götunni.
En nú kom babb í bátinn, meistarinn ekki ánægður. Úr skýrslunni: "kom þá þegar í ljós í samtali við ráðherra t.d. 27. nóvember þar sem Birgir Thorlacíus var viðstaddur, að listamanninum var allþungt í skapi vegna þess hvernig tekist hafði til þegar byggja átti hús fyrir hann á ríkisins kostnað í sambandi við sextugsafmæli hans."
Og síðar í sömu skýrslu:" En þegar svo var komið að allt var tilbúið til að hefja byggingarframkvæmdir, teikning gerð, lóðin tilbúin, fjárfestingarleyfi fengið og peningar fyrir hendi, þá kom í ljós, að Jóhannes Sv. Kjarval var ekki við því búinn að samþykkja fyrir sitt leyti að umrætt hús yrði byggt handa sér. Einstakir nefndarmenn svo sem Guðbrandur Magnússon og Birgir Thorlacíus hafa átt mörg viðtöl við Kjarval um þetta mál og einnig hefur menntamálaráðherra rætt við hann. Af viðtölum þessum hefur greinilega komið í ljós, að Kjarval er þungt í skapi vegna þess að húsbyggingamálið skyldi ekki komast í framkvæmd um sextugsafmæli hans árið 1945 svo sem til var ætlast á sínum tíma.Þegar Mál þetta hefur verið rætt við hann, hefur það að lokum jafnan komið í ljós, að hann telur sig nú um of við aldur til að þiggja slíkan bústað og vinnustað , þar sem honum virðist að hann myndi jafnframt þurfa að hafa þarna til sýnis nokkurt safn af listaverkum eftir sig, en hann mun sjálfur eiga fremur lítið af myndum sínum og mun því telja um seinan fyrir sig að koma upp safni málverka sinna í húsinu."
Þarna kemur vel fram afstaða Kjarvals og þeirra sem vildu byggja honum húsið, togstreitan um tilgang þess, átti í raun að setja afa á safn í lifanda lífi og þegar hann félli frá yrði æviverk hans eign þjóðarinnar vegna þess að þjóðin átti auðvitað meistarann.
Skýrslan heldur áfram: "Húsbyggingarmálið hefur aldrei verið rætt við Kjarval á örðum grundvelli en þeim, að ríkið óskaði eftir að mega byggja handa honum þetta hús og afhenda honum það kvaðalaust með öllu, til þess að skapa honum betri vinnuskilyrði."
Seinna í skýrslunni segir: "En kjarni málsins virðist greinilega vera sá, að hann er andvígur húsbyggingu handa sér, hvort sem liggur til þess þær ástæður, sem drepið hefur verið á hér að framan, eða einhverjar aðrar. Þess skal getið að samstarf nefndarinnar við Kjarval hefur jafnan verið hið alúðlegasta,...."
Í gögnum úr menntamálaráðuneytinu er frásögn undirrituð af Björn Th. 11. ágúst 1958. Í frásögninni segir meðal annars: "En þegar við höfðum dvalist um stund meðal málverka hans í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, segir Kjarval allt í einu, að hann sé búinn að missa allan áhuga á þessu húsmáli. Það sé of seint á ferðinni, hann hafi verið svikinn um það fyrir sextugsafmæli sitt, - og nú væri allt um seinan. Þetta sagði hann af miklum þunga og gremju, - en iðraðist sýnilega eftir að hafa látið þetta uppi og bað mig að láta það vera okkar í milli." Og seinna:" -Einnig ræddi hann margt um, að reisa þyrfti hús,- helst álmur út frá sínu húsi,- fyrir erlend listaverk, sem væru á hrakningum um heiminn. Sínu húsi lægi ekkert á , - en það þyrfti að byggja þessar álmur á jöðrum lóðarinnar,- ætla sínu húsi rúm á miðri lóðinni, en það lægi ekkert á að byggja það. Hann væri orðinn of gamall, engar líkur til þess að hann gæti flutt í slíkt hús."
Í frásögn nefndar sem í voru Selma Jónsdóttir Ásmundur Sveinsson, Gunnlaugur Scheving , Þorvaldur Skúlason og Dr. Gunnlaugur Þórðarson undirskrifuð 14. maí 1965 segir meðal annars:"Þegar sýnt var að Kjarval kærði sig raunverulega ekki um að Kjarvalshús yrði byggt. Munu ástæður Kjarvals hafa verið þær, þótt hann segði það aldrei, að honum hafi fundist hann mundi þurfa að láta svo og svo margar myndir í Kjarvalshúsið og miklu fleiri en hann hefði þá haft tök á."
Endirinn á byggingu þessa húss er bréf afa til Gylfa Þ.Gíslasonar 5. apríl 1959:
Listasafn íslenska ríkisins.Þeir peningar eða fjárupphæð, sem íslenska ríkið hefur ánafnað í Kjarvalshús, finnst mér æskilegt að gangi sem stofnfé í byggingarsjóð málverkalistasafns íslenska ríkisins
Virðing og umhyggja Jóh. Sv. Kjarval.
Það fór síðan eftir. Ríkistjórnin lagði fram frumvarp til laga um byggingarsjóð Listasafns Íslands, þar sem lagt var til að orðið yrði við ósk Jóhannesar Sv. Kjarval, að fé það sem ætlað var til byggingar Kjarvalshúss, rynni sem stofnfé í byggingarsjóð Listasafns Íslands. Frumvarpið var samþykkt óbreytt og staðfest sem lög 13. maí 1959 (nr. 41).
Samkvæmt framanverðu var það Jóhannesar Kjarval sem lagði fram stofnfjármagn til Listasafns Íslands, sérstaklega tekið fram í frumvarpinu sem var samþykkt.
Í bréfi sínu til menntamálaráðherra segir afi orðrétt: "byggingarsjóð málverkalistasafns íslenska ríkisins." Þess vegna hlýtur það að teljast brot á þeim lögum og óskum Kjarvals að Listasafn Íslands sé notað í annað en til sýninga á málverkum. Hér vil ég taka fram að afi gaf seinna aftur stórfé til listasafns Íslands og tvisvar til Myndlistahúss við Miklatún.
Byggingarmálin liggja síðan niðri í nokkur ár. Afi hafði komist í vinnustofu í Sigtúni 7 sem var rishæð í blikksmiðju Breiðfjörðs. Ég man að afi kvartaði sáran yfir kulda þar þegar við feðgar vorum í heimsókn, líklega í kringum 1964 um vetur og afi í öngum sínum. Hann sýndi okkur að það voru engir ofnar heldur rör sem lágu með útveggjum og áttu að gefa af sér hita ef ég man rétt. Hvort húsnæðið var einangrað veit ég ekki, en skilst að hitinn hafi verið tekin af á kvöldin þegar vinnu var hætt í blikksmiðjunni.
Þá var afi farinn að horast alvarlega og klæddi sig í föt hvert yfir annað samkvæmt frásögn annarra. Það er sorglegt til þess að hugsa að virtasti listamaður Íslands hafi sárþjáðst af kulda í hitaveituborginni Reykjavík sín seinustu ár.
Til er bréf Geirs Hallgrímssonar til hitaveitustjóra Reykjavíkur 13. marz 1968: "Athygli mín hefur verið vakin á því, að Kjarval á ógreiddan 30 þús. kr. reikning hjá hitaveitunni vegna upphitunar í Sigtúni. Ég vildi biðja ykkur að sjá til þess að ekki yrði lokað fyrir hitann hjá Kjarval og athuga, hvort hitalögnin sé í lagi og hafa samráð við Alfreð Guðmundsson hjá borgarendurskoðanda sem hefur verið Kjarval innan handar í ýmsum tilvikum. Alfreð kveðst muni reyna að sjá um, að þetta endurtaki sig ekki."
Í vörn Kristbjargar Stephensen hdl. fyrir hönd Reykjavíkurborgar segir að að Alfreð Guðmundsson hefði verið vinur Kjarvals. Að mínu áliti sýnir þetta bréf annað og dekkra hlutverk Alfreðs, en meira um það annars staðar.
Hér eru hrakningar afa á enda og þrekið búið, hann tekur sér herbergi á Hótel Borg, eða eins og haft er eftir Geir Hallgrímssyni í minnisblaði Davíðs Oddssonar haustið 1982: "Ákvað þá Geir í samráði borgarráðsmenn að leigja handa honum herbergi á Hótel Borg, og þar bjó hann um allangt skeið á borgarinnar kostnað."
Einnig segir í vörn Kristbjargar: "Veturinn 1965/1966 flutti Kjarval á Hótel borg og bjó þar síðustu æviárin á kostnað Reykjavíkurborgar eða allt þar til hann lagðist á sjúkrahús í janúar 1969."
Einnig segir: "Að auki hafði Reykjavíkurborg sýnt í verki hlýhug sinn í garð listamannsins m.a. með því að leggja sitt af mörkum til þess að vel færi um Kjarval síðustu ár hans og því greitt kostnað og dvöl hans á Hótel borg.Væntanlega sá Kjarval fyrir að börn hans hefðu ekki bolmagn til að búa nægilega vel að gjöfinni og uppfylla þær kvaðir sem slíkri eign fylgja og lúta að dýru sýningar-og geymsluhúsnæði, forvörslu, skráningu og söfnun."
Samkvæmt þessu var þetta ástæða til að taka eigur Kjarvals. Taka ber fram að Kjarval var svo sannarlega borgunarmaður fyrir sínu og fámuna nánasarsemi að gera þetta ítrekað að atriði í gegnum árin og síðan í vörn Reykjavíkurborgar.
Þá kemur að Kjarvalshúsi sem var byggt við Sæbraut 1. á Seltjarnarnesi, valdaníðslur tengdar því ástæða þess að foreldrar mínir flúðu endanlega land, en þau fluttu búferlum til Danmerkur um 1970.
Í skýrslu eða frásögn úr menntamálaráðuneytinu undirskrifuð 7. mars 1972 segir:"Snemma á árinu 1965 hreyfði Ragnar Jónsson forstjóri í Smára þeirri hugmynd, að byggja Kjarvalshús og höfðu þeir Ragnar Jónsson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, dr. Jóhannes Nordal og Pétur Benediktsson rætt um að byggja hús fyrir 1.5 milljónir króna fyrir Kjarval...".
Þetta er hreinlega ósatt og fölsun sem kemur aftur að þeirri ásökun minni að yfirvöld hafi skipulega gengið í að halda þeim feðgum í sundur, að það hafi frá byrjun verið ætlun valdsmanna að ná ævistarfi Kjarvals frá honum og níðast á fjölskyldu minni. Aðkoma Gylfa Þ. Gíslasonar og Jóhannesar Nordal og seinna Geirs Hallgrímssonar afdráttarlaus, þeir höfðu í mínum huga ákveðið að listaverk Kjarvals yrðu að komast undir stjórnvöld og mættu ekki fara til erfingja. Ég tel að þessi skjöl úr menntamálaráðuneytinu sanni það og undarleg hegðun þessara manna gangvart föður mínum hafi enga aðra skýringu, að þetta hafi verið samsæri, gangandi í áraraðir.
Í öllum þeim skjölum og gögnum um Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi úr menntamálaráðuneytinu er nafn föður míns hvergi nefnt, virðist skipulega þurrkað út. Aðeins á einum stað kemur fram að lóðin sé næst húsi Sveins Kjarvals sem var auðvitað ástæðan að húsið var upphaflega byggt þar að áeggjan föður míns.
Byrjunin að sögn móður minnar að hún sat yfir föður sínum Helga Hjörvar sem lá banaleguna á Landakoti. Hún gerði sér ljóst að eitthvað varð að gera vegna tengdapabba og það fljótt, að byggja yrði hús þar sem hann gæti eitt síðustu dögum sínum í ró.
Mamma taldi að sjórinn myndi hafa róandi áhrif á hann. Hún ræddi þetta við eiginmann sinn og pabbi dró upp teikningar af einföldu timburhúsi sem hægt væri að byggja í hasti í stíl við veiðihús sem faðir minn hafði hannað í Hrútafirðinum og er ennþá til.
Faðir minn segir þannig frá á blaðamannafundi sem er til á bandi frá árinu 1975, byrjunin týnd en ætti að vera til hjá Ríkisútvarpinu, þetta orðrétt eins og hann talaði: "Menntamálaráðherra (Gylfi Þ.Gíslason) tekur að sér málið, fer rakleitt til föður míns, og tilkynnir honum, nú ætlum við að byggja hús handa þér. Hann sagði mér þetta sjálfur, hann var mikið hissa, en ég vildi ekki, eins og oft áður ekki gera neitt veður út af þessu til þess ekki að stugga við hann. En Húsameistari Ríkisins og viðkomandi sem var settur í að teikna tilhafði stöðugt samband við mig af því að frumhugsunin hugmyndin var mín."
Ég veit að faðir minn hannaði hús og fór með teikingarnar til Gylfa. Þ.Gíslasonar, man eftir að hafa séð þær sem unglingur, fyrir utan að til er dagbókarfærsla mágs míns, enda er húsið í stíl veiðihússins sem pabbi hannaði.
Ég hef spurt fyrir um þessar teikingar bæði í menntamálaráðuneytinu og Seðlabankanum en þær ekki til, annað hvort verið eyðilagaðar eða vel faldar. Þegar ég spurði Þorvald S. Þorvaldsson arkitekt sem hannaði endanlega húsið, neitaði hann að hafa stuðst við teikningar föður míns. Seðlabankinn fjármagnaði húsið með sektarfé sem safnast hafði upp og eignarhaldið á því í vafa.
Faðir minn var síðan fenginn líklega af húsameistara til að hanna innréttingar í húsið.Þegar húsið var búið var farið með afa þá háaldraðan (hann fór á sjúkrahús þann vetur), en föður mínum ekki sagt frá. Pabbi komst að því vegna þess að hann var heima.
Móðir mín segir að faðir minn hafi lagst upp í rúm og dregið sig saman í hnút. eða í hans eigin orðum alveg eins og hann sagði þau: "Einn dag sé ég heljamikla bílahersingu svarta bíla og fjöldi manna sem eru að koma þarna. Og ég auðvitað gat ekki annað en athugað það en ég vildi ekki trufla neinum. Ég fór þá eins og oftar niður í eftirmiðdagskaffi niður í Hótel Borg, og þá eru þeir búnir að drekka kaffi við þessa athöfn sem hafði farið fram sem ég ekki vissi um. Og faðir minn segir, ja má ég ekki kynna þér fyrir menn sem hafa verið að afhenda lykil af húsið. Það hafði verið smá spil milli ég eins og eðlilegt var. Þá bað húsameistara og arkitektinn mig um að teikna innréttingar í húsið það mitt fag, ég hafði stundað í gegnum mörg ár, með sjálfstæða teiknistofu. Og ég þekkti nú Menntamálaráðherra, en Seðlabankastjóri og ég við höfðum aldrei hist og aldrei kynnst, og það átti að presentera mig fyrir hann. Vegna þess að það gerðist sá hlut af því að mínar teikningar voru lagðir fram á byggingarnefndarfundi. Þá sagði Seðlabankastjóri, hvernig stendur á því að þú kemur með teikningar frá manni úti bæ. Það sagði arkitekt hússins, og hann var auðvitað í stökustu vandræðum. Þetta er Sveinn Kjarval sonur Jóhannesar, og ekki nema eðlilegt, ja ég tek ekki við neinar teikningar nema því aðeins að þær eru undirskrifaðar af þig. Arkitektinn sneri sér til mín og spurði, hvað á ég að gera Sveinn? Blessaður sagði ég, skrifaðu undir fyrir alla lifandi muni, við skulum ekki gera neitt veður útaf þessu. Það var gert. En þegar ég var kynntur fyrir Seðlabankastjóra þá sagði ég, ja mitt nafn er Sveinn Kjarval, maðurinn útí bæ sem teiknar."
Þessi valdaníðsla er með fádæmum, þessu fólki fannst ekkert mál að stela hugmynd föður míns að þessu húsi og færa yfir á annan arkitekt. Ég segi þetta, hvergi í heiminum annars staðar hefðu menn komist upp með þetta án þess að missa æruna.Faðir minn brotnaði upp úr þessu og fór til systur sinnar í Danmörku í nokkra mánuði.
Á meðan hann var hjá systur sinni var gengið í að tæma vinnustofu afa, tveimur mánuðum áðru en afi fór á sjúkrahsús þar sem hann lést nokkrum árum síðar, hlutirnir fluttir í Borgarskjalasafn undir stjórn Geirs Hallgrímssonar þáverandi borgarstjóra.
Afstaða yfirvalda kemur kannski best fram í vörn Kristbjargar fyrir hönd Reykjavíkurborgar: "Hafa ber í huga að gjöf Kjarvals er feiki umfangsmikil, telur þúsundir muna, og samanstendur m.a. af viðkvæmum hlutum sem þarf að varðveita við sérstök skilyrði auk þess sem safnið í heild er ómetanlegt. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hafa yfir að ráða aðstöðu til að til að varðveita munina en slíkt safn verður ekki geymt í hvaða húsnæði sem er. Ætla verður stefnanda að vilja varðveita á forsvaranlegan hátt þessar þjóðargersemar, sem a.m.k. að hluta falla undir lög nr. 105/2001 um flutning menningarvermæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, en annar fyrirsvarsmaður stefnanda, Mette Stiil, er búsett í Danmörku."
Hvergi nema í fasistaríki er hægt að nota þetta sem rök hins opinbera fyrir því að ræna þegna sína. Kristbjörg getur verið stolt, ég gæti ekki sagt betur og skýrar hversvegna ráðamenn stóðu að þessu samsæri.
Ingimundur Kjarval