.
Til baka.
Þetta var grein sem var birt sem auglýsing í Dagblaðinu vegna áhyggjum mínum að vissir dómarar væru of tengdir aðilum að málinu. Grein hafði verið í Dagblaðinu um að Árni Kolbeinsson væri Brigdefélagi Davíðs Oddssona. Eins og kemur fram í greininni, vildi lögmaður fjölskyldunnar ekki gera neitt í því.
Árni Kolbeinsson var ekki fjarlægður, en svo þegar við vorum komin í hæstarétt morgunin
sem réttarhöldin áttu að fara fram, var mér sagt að Árni hefði hætt daginn áður,
komist að því þá að Svala Thorlasíus lögmaður væri tengt málinu en hún tengt honum. Ég segi bara,
ekki hægt að segja aðforseti Hæstaréttar hafi eytt miklum tíma í að kynna sér málið ef hann komst fyrst að því, daginn áður að Svala var tengt málinu, hún í byrjun þess. Passar vel við fullyrðingu mína að dómarar hafi ekki lesið málið. Stefán Már Stefánsson kom þá inn daginn fyrir réttarhöldin, ég get ekki séð hvernig hann átti að geta kynnt sér málið á þeim tíma. Eftir á að hyggja hwfði úkoman kannsi verið önnur ef að Árni, Jón Steinar og Markús Sigubjörnsson verið áfram, þeir kannski meira í alvöru en þeir sem dæmdu. Að minnsta kosti samkvæmt útkomunni sem hlýtur að verða skammarblettur á íslenskri réttarsögu. Ekki að það séu ekki aðrar, bara að Kjarval var einn mesti listamaður þjóðarinnar og skömmin í hlutfalli við það.
19. mars 2008 Ingimundur Kjarval
Af gefnu tilefni. Hlutleysi íslenskra dómara.
Síðan grein um tengsl dómara á Íslandi við Davíð Oddsson birtist í Dagblaðinu hafa hjólin snúist og þessi grein um þá atburðarrás. Eins og sumir vita verður erfðamál sem tengist fjölskyldu minni tekið fyrir 15. febrúar næstkomandi í Hæstarétti, kallað Kjarvalsmálið af sumum.
Til að skýra síðustu daga verður að fara lengra aftur í tímann. Fyrir nokkrum vikum kom málið á dagskrá Hæstaréttar, hægt að sjá dagskránna á vef réttarins. Skammstafanir yfir dómara sem áttu að dæma í málinu: MS ÁK GCl IB PH, Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Clausen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pál Hreinsson.
Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig dómarar veljast í hæstarétti í mál en skilst að skrifstofustjóri Hæstaréttar standi að því, ekki viss þó. Strax í upphafi voru athugasemdir vegna Markúsar Sigurbjörnssonar, nafn hans á skýrslu Baldurs Guðlaugssonar frá árinu 1982, leitað til hans vegna málsins, þó ekkert sé um hvað það hafi verið, aðeins nafn hans í lista yfir nöfn. Engar athugasemdir voru gerðar við réttinn en nokkrum dögum seinna var skammstöfun Markúsar horfin, Jón Steinar Gunnlaugsson kominn í staðinn.
Þá skilst mér að lögmaður fjölskyldunnar hafi hringt í Hæstarétt og bent á augljós tengsl við Davíð Oddsson. Jóns Steinars hvarf og Hrafn Bjarnarson kom í staðinn, en Hrafn er hættur sem hæstaréttardómari. Mér sagt að það sé venja að kalla inn utanaðkomandi til þess að fylla upp í ef vantar dómara. Lögmaður fjölskyldunnar gerði engar athugasemdir við skipun dómsins við mig, virtist ánægður ef ég skildi hann rétt.
Ég las svo um starfsferil dómara þó ég hafi litla þekkingu til þess að meta hann, tók þó eftir að bæði Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Clausen tengdust fjármálaráðuneytinu sem jók ekki á ró mína, en Baldur Guðlaugsson hefur verið ráðuneytisstjóri þar til margra ára, en hann tengist málinu.
Ég sendi tölvupóst til lögmanns fjölskyldunnar um áhyggjur mínar en lét þar við sitja, þar með afgreitt í mínum huga. Ég get bætt við að ég sendi fréttaskot til Dagblaðsins um að mér þætti það efni í grein hvernig dómarar veldust í mál í Hæstarétti.
Á föstudaginn var svo grein í Dagblaðinu um tengingu dómara við Davíð Oddsson. Ég hef ekki séð þessa grein þó ég hafi reynt að borga áskrift fyrir netútgáfu blaðsins á netinu. Las þó um greinina á Málefnin.com og var brugðið. Ég hringdi strax á föstudag í lögmann fjölskyldunnar. Hann lofaði að athuga málið og ég sagðist myndi hafa samband á mánudag. Þegar ég hringdi eftir helgina kom í ljós að hann var nýkominn af fundi með fjölskyldu minni á Íslandi, Þau mætt án samráðs við mig með greinina og lýstu áhyggjum sínum.
Þegar ég spurði lögmanninn nánar út í hugarástand þeirra, sagði hann að fólk virtist svekkt, gengi út frá að þó að málstaðurinn væri fjölskyldunnar bæði siðferðislega og lagalega, myndi hún tapa í hæstarétti eins og í héraðsdómi, vonlaust að fá réttlæti í þessu máli á Íslandi.
Ég lýsti yfir við lögmanninn að fjölskyldan teldi valdið á Íslandi á móti sér, formið það eina sem væri okkur í hag. Tildæmis að ef að dómarari væri vanhæfur dæmdi hann ekki í málinu. Ef að formið færi svo líka út um gluggann væri lítið eftir og fokið í flest skjól.
Lögmaðurinn sagði að hann myndi ekkert gera í málinu, hann teldi hæstarétt vel skipaðan í þessu máli og að hann bæri fullt traust til Árna Kolbeinssonar. Hæstiréttur vissi af þessari tengingu og hans að ákveða. Þá hringdi ég í skrifstofustjóra hæstaréttar, Þorstein A. Jónsson og sagði honum að ég og fjölskylda mín hefðum áhyggjur af meintri tengingu Árna Kolbeinssonar við Davíð, Davíð verið borgastjóri Reykjavíkur ef ekki annað. Ég sagði að ég hefði ekki lesið þessa grein og vissi ekki um innihald hennar, eða hvort hún væri rétt. Ég sagði líka að ég hefði hringt án samráðs við lögmann fjölskyldunnar. Þorsteinn sagði þetta móttekið og ég þakkaði fyrir mig. Stutt símtal og að efninu.
Þá hringdi ég í eigin lögmann á Íslandi sem vinnur einnig að málinu. Hann sagði öðruvísi frá, sagði að lögmaður fjölskyldunnar gæti í rauninni lítið gert, væri kannski ekki vel séð að kvarta, fyrir utan að Árni Kolbeinsson réði þessu sjálfur, hans að ákveða hvort hann væri vanhæfur eða ekki. Hann sagði að það hefði margoft reynt á þetta á Íslandi og jafnvel náinn kunningsskapur manna ekki gert dómara vanhæfa.
Ég sagði að Davíð Oddsson væri engin maður út í bæ, valdamesti maður landsins til margra ára og jafnvel enn, út í hött að halda því fram að kunningsskapur við Davíð í máli sem tengdist honum skipti engu máli, aðeins í spilltu kerfi að það viðgengist. Ég sagði einnig, allt í lagi, ef að fjölskyldan tapar málinu, myndi ég halda að bara þetta atriði yrði nóg til þess að koma málinu fyrir mannréttindadómstól.
Ingimundur Kjarval
Til baka.
Þetta var grein sem var birt sem auglýsing í Dagblaðinu vegna áhyggjum mínum að vissir dómarar væru of tengdir aðilum að málinu. Grein hafði verið í Dagblaðinu um að Árni Kolbeinsson væri Brigdefélagi Davíðs Oddssona. Eins og kemur fram í greininni, vildi lögmaður fjölskyldunnar ekki gera neitt í því.
Árni Kolbeinsson var ekki fjarlægður, en svo þegar við vorum komin í hæstarétt morgunin
sem réttarhöldin áttu að fara fram, var mér sagt að Árni hefði hætt daginn áður,
komist að því þá að Svala Thorlasíus lögmaður væri tengt málinu en hún tengt honum. Ég segi bara,
ekki hægt að segja aðforseti Hæstaréttar hafi eytt miklum tíma í að kynna sér málið ef hann komst fyrst að því, daginn áður að Svala var tengt málinu, hún í byrjun þess. Passar vel við fullyrðingu mína að dómarar hafi ekki lesið málið. Stefán Már Stefánsson kom þá inn daginn fyrir réttarhöldin, ég get ekki séð hvernig hann átti að geta kynnt sér málið á þeim tíma. Eftir á að hyggja hwfði úkoman kannsi verið önnur ef að Árni, Jón Steinar og Markús Sigubjörnsson verið áfram, þeir kannski meira í alvöru en þeir sem dæmdu. Að minnsta kosti samkvæmt útkomunni sem hlýtur að verða skammarblettur á íslenskri réttarsögu. Ekki að það séu ekki aðrar, bara að Kjarval var einn mesti listamaður þjóðarinnar og skömmin í hlutfalli við það.
19. mars 2008 Ingimundur Kjarval
Af gefnu tilefni. Hlutleysi íslenskra dómara.
Síðan grein um tengsl dómara á Íslandi við Davíð Oddsson birtist í Dagblaðinu hafa hjólin snúist og þessi grein um þá atburðarrás. Eins og sumir vita verður erfðamál sem tengist fjölskyldu minni tekið fyrir 15. febrúar næstkomandi í Hæstarétti, kallað Kjarvalsmálið af sumum.
Til að skýra síðustu daga verður að fara lengra aftur í tímann. Fyrir nokkrum vikum kom málið á dagskrá Hæstaréttar, hægt að sjá dagskránna á vef réttarins. Skammstafanir yfir dómara sem áttu að dæma í málinu: MS ÁK GCl IB PH, Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Clausen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pál Hreinsson.
Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig dómarar veljast í hæstarétti í mál en skilst að skrifstofustjóri Hæstaréttar standi að því, ekki viss þó. Strax í upphafi voru athugasemdir vegna Markúsar Sigurbjörnssonar, nafn hans á skýrslu Baldurs Guðlaugssonar frá árinu 1982, leitað til hans vegna málsins, þó ekkert sé um hvað það hafi verið, aðeins nafn hans í lista yfir nöfn. Engar athugasemdir voru gerðar við réttinn en nokkrum dögum seinna var skammstöfun Markúsar horfin, Jón Steinar Gunnlaugsson kominn í staðinn.
Þá skilst mér að lögmaður fjölskyldunnar hafi hringt í Hæstarétt og bent á augljós tengsl við Davíð Oddsson. Jóns Steinars hvarf og Hrafn Bjarnarson kom í staðinn, en Hrafn er hættur sem hæstaréttardómari. Mér sagt að það sé venja að kalla inn utanaðkomandi til þess að fylla upp í ef vantar dómara. Lögmaður fjölskyldunnar gerði engar athugasemdir við skipun dómsins við mig, virtist ánægður ef ég skildi hann rétt.
Ég las svo um starfsferil dómara þó ég hafi litla þekkingu til þess að meta hann, tók þó eftir að bæði Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Clausen tengdust fjármálaráðuneytinu sem jók ekki á ró mína, en Baldur Guðlaugsson hefur verið ráðuneytisstjóri þar til margra ára, en hann tengist málinu.
Ég sendi tölvupóst til lögmanns fjölskyldunnar um áhyggjur mínar en lét þar við sitja, þar með afgreitt í mínum huga. Ég get bætt við að ég sendi fréttaskot til Dagblaðsins um að mér þætti það efni í grein hvernig dómarar veldust í mál í Hæstarétti.
Á föstudaginn var svo grein í Dagblaðinu um tengingu dómara við Davíð Oddsson. Ég hef ekki séð þessa grein þó ég hafi reynt að borga áskrift fyrir netútgáfu blaðsins á netinu. Las þó um greinina á Málefnin.com og var brugðið. Ég hringdi strax á föstudag í lögmann fjölskyldunnar. Hann lofaði að athuga málið og ég sagðist myndi hafa samband á mánudag. Þegar ég hringdi eftir helgina kom í ljós að hann var nýkominn af fundi með fjölskyldu minni á Íslandi, Þau mætt án samráðs við mig með greinina og lýstu áhyggjum sínum.
Þegar ég spurði lögmanninn nánar út í hugarástand þeirra, sagði hann að fólk virtist svekkt, gengi út frá að þó að málstaðurinn væri fjölskyldunnar bæði siðferðislega og lagalega, myndi hún tapa í hæstarétti eins og í héraðsdómi, vonlaust að fá réttlæti í þessu máli á Íslandi.
Ég lýsti yfir við lögmanninn að fjölskyldan teldi valdið á Íslandi á móti sér, formið það eina sem væri okkur í hag. Tildæmis að ef að dómarari væri vanhæfur dæmdi hann ekki í málinu. Ef að formið færi svo líka út um gluggann væri lítið eftir og fokið í flest skjól.
Lögmaðurinn sagði að hann myndi ekkert gera í málinu, hann teldi hæstarétt vel skipaðan í þessu máli og að hann bæri fullt traust til Árna Kolbeinssonar. Hæstiréttur vissi af þessari tengingu og hans að ákveða. Þá hringdi ég í skrifstofustjóra hæstaréttar, Þorstein A. Jónsson og sagði honum að ég og fjölskylda mín hefðum áhyggjur af meintri tengingu Árna Kolbeinssonar við Davíð, Davíð verið borgastjóri Reykjavíkur ef ekki annað. Ég sagði að ég hefði ekki lesið þessa grein og vissi ekki um innihald hennar, eða hvort hún væri rétt. Ég sagði líka að ég hefði hringt án samráðs við lögmann fjölskyldunnar. Þorsteinn sagði þetta móttekið og ég þakkaði fyrir mig. Stutt símtal og að efninu.
Þá hringdi ég í eigin lögmann á Íslandi sem vinnur einnig að málinu. Hann sagði öðruvísi frá, sagði að lögmaður fjölskyldunnar gæti í rauninni lítið gert, væri kannski ekki vel séð að kvarta, fyrir utan að Árni Kolbeinsson réði þessu sjálfur, hans að ákveða hvort hann væri vanhæfur eða ekki. Hann sagði að það hefði margoft reynt á þetta á Íslandi og jafnvel náinn kunningsskapur manna ekki gert dómara vanhæfa.
Ég sagði að Davíð Oddsson væri engin maður út í bæ, valdamesti maður landsins til margra ára og jafnvel enn, út í hött að halda því fram að kunningsskapur við Davíð í máli sem tengdist honum skipti engu máli, aðeins í spilltu kerfi að það viðgengist. Ég sagði einnig, allt í lagi, ef að fjölskyldan tapar málinu, myndi ég halda að bara þetta atriði yrði nóg til þess að koma málinu fyrir mannréttindadómstól.
Ingimundur Kjarval