Þetta eru ljósmyndir af sýningu Einars Garíbaldar Eiríkssonar á myndum Kjarvals á Kjarvalsstöðum. Lágkúran og svívirðingin á list afa óskiljanleg. Hvers vegna leifðu ráðamenn Listasafns Reykjavíkur þennan fíflaskap!





Efnisyfirlit hér.

For english text here.

Til baka.


Efnisyfirlit.



Sýningar á Jóhannesi Kjarval listmálara.

Nú standa yfir þrjár sýningar með málverkum Jóhannesar Kjarvals listmálara. Sýningin fyrir börnin ekki til umræðu, lítið um hana að segja nema fallegt og þessi grein ekki á þeim nótunum.

Báðar sýningarnar, Einars Garíbaldar Eiríkssonar á Kjarvalsstöðum og Ólafs Elíassonar í Kaupmannahöfn eru í raun ekki sýningar á myndum Kjarvals, listaverkin leiktjöld í sýningum um þá sjálfa.
.
Nú hef ég hvoruga sýningu séð nema í gegnum linsu Kastljóssins sem eyddi lengri tíma í viðtal við Einar en sýningarnar. Í Kaupmannahöfn á sýningu Ólafs Eilíassonar var örtröðin víst svo mikil að horfði til vandræða en mér sagt að myndirnar hefðu tekið sig vel út og verið aðskildar frá verkum Ólafs sem var meðal annars íslenskur mosi. Það skal viðurkennast að sýning Ólafs hlýtur að teljast kynning bæði á Íslandi og Kjarval, en breytir þó ekki þeirri staðreynd að myndirnar voru leiktjöld í höndum Ólafs til þess að sýna eigin verk.

Örtröðin örugglega ekki vegna Kjarvals, afi minn ekki þekktur utan landsteinanna, ekki verið kynntur af Reykjavíkurborg þó borgin telji sig fjölskyldu Kjarvals. Eða af Listasafni Íslands þó að afi væri stofnandi þess safns, lagði til stofnféð með peningum sem íslenska þjóðin gaf honum í afmælisgjöf 1945 til þess að hann fengi þak yfir sig sem svo aldrei varð. Meðal annars vegna deilna á milli Fjár og Mennta málaráðuneytanna um hvort þeirra réði yfir framkvæmdunum.


Húsið aldrei byggt og á endanum bað Kjarval um að sjóðurinn rynni til málverkasafns Íslands sem var síðan stofnað með lögum nr. 41, 23. maí 1959 á Alþingi í nafni hans.

Afi var á vergangi alla sína listamannatíð, svaf á vinnustofunni innan um nýgerð málverkin og terpentínuna sem lagði af þeim. Ein mín sterkasta minning frá heimsóknum til hans sem barn var lyktin af terpentínunni. Í dag er vitað að þessi upplausnarefni hafa skaðleg áhrif á taugakerfið, sjúkdómurinn nefndur eftir málurum. Hvort sem það var örsökin eða ekki þá er það staðreynd að afi minn eyddi síðustu æviárum sínum á Geðdeild Borgarspítalans. Lagður inn stuttu eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði mest allt úr vinnustofu hans.


Svo stuttu áður að Kjarval fékk listann yfir hlutina 10. janúar 1669 og lagður inn áður enn mánuðurinn var úti. Einari Garíbaldurog stjórn Kjarvalsstaða er fullljóst að réttarhöld eru í gangi um eignarhaldið og undarlegt að ákveðið sé að standa í þessum svívirðingum á afaog þar með fjölskyldu minni á meðan.

Þeir sem ráða hinum opinbera listaheimi vilja skrifa sögu listarinnar, gleyma og breyta eins og valdinu er kært því í hag. Þess vegna að listaverk Kjarvals eru orðin leiktjöld. Sama gerðist fyrir nokkrum árum með sýningu á íslenskri myndlist í Washington DC., þá var blandað saman gömlu meisturunum og nútímalist. Tilgangurinn að nota þekkta myndlistamenn til að auglýsa óskabörnin sem eru í náðinni hjá valdinu.


Enda sýndi það sig að þegar sýningin fór til Rússlands var þekktasti íslenski listmálarinn í Bandaríkjunum fjarlægður úr sýningunni, auglýsingagildið horfið.


Það er óhæfa að nota arfleið Íslands á þennan hátt, nútímalist hefur rétt á sér en verður að standa á eigin fótum, út í hött að nota menningareign þjóðarinnar sem leiktjöld fyrir nútímalistina sem valdið vill troða upp á okkur hvort sem við viljum hana eða ekki.

Ég áfellist hvorki Einar né Ólaf, þeir gera auðvitað sem þeir vlja og frelsið þeirra, okkar að hafa skoðanir á því. Nei það sem hryggir mig að bæði Reykjavíkurborg og Listasafn Íslands láni arfleið og gersemar þjóðarinnar í “leiktjöld”.
.
Hvað næst, sjáum við handritin í uppákomum? Þessar sýningar eru ekki listamönnunum til skammar heldur stofnunum sem lánuðu myndirnar. Þó verður að segjast. Fyrstu viðbrögðin þegar ég sá sýningu Einars Garíbaldar var viðbjóður.

Ingimundur Kjarval